top of page

Um

Sagnaseiður á Snæfellsnesi 

Markmið okkar

- félagið og starfsemin

Sagnaseiður á Snæfellsnesi er félag um sögulega arfleifð og frásagnarhefðir á Snæfellsnesi.

Markmið félagsins er að safna, varðveita og miðla sögulegum arfi Snæfellsness með ýmsum hætti.

 

Allir sem hafa áhuga á sagnaarfi Snæfellsness geta gengið í félagið með því að senda okkur beiðni í tölvupósti .

Sumir meðlimir félagsins hafa þróað einstaka þjónustu í formi sögumiðlunar. Þeir taka á móti gestum og bjóða upp á spjall um lífið og söguna á Snæfellsnesi.

Markmið þeirra er að segja sögur, eiga samtal, ræða um þjóðsögur, menningu og allt sem snertir líf og tilveru heimamanna og Snæfellsness.

Svo ef þú vilt fá sanna innsýn í leyndardóma Snæfellsness, hafðu þá samband við okkur og fáðu stefnumót við sögufylgju.

20200613_133626.jpg

Starfsloforð okkar

- Hjálpaðu okkur að gera alltaf okkar besta

Velkomin í Sagnaseið á Snæfellsnesi.

Við vonum að þú njótir heimsóknarinnar á Snæfellsnes og samverustundarinnar með okkur.

Við sem vinnum undir merkjum Sagnaseiðs á Snæfellsnesi höfum sett saman fagleg viðmið sem við vinnum eftir og óskum eftir stuðningi þínum við að framfylgja þeim.

Við höfum heitið því að starfa af ábyrgð og tillitsemi gagnvart samfélaginu og umhverfinu með úrbætur og jákvæð áhrif að leiðarljósi.

Við tökum á móti gestum okkar með gleði og alúð og leggjum okkur fram um að auðga upplifun ykkar hérna á Snæfellsnesi.

Einnig leggjum við okkur fram við að sýna ábyrgð og sanngirni í viðskiptaháttum svo allir geti unað sáttir við sitt.

Gestir okkar hafa lýst ánægju með þessar starfsreglur og vonandi bætist þú í þann hóp.

Sagnaseiður á Snæfellsnesi
Stofnað 2015

20211209_141927.jpg
20200719_185043.jpg

Vinir okkar

— Við erum ekki ein

crop-svaedisgardurinn-snaefellsnes-1.png
slagord.islenska_vesturland-dvelja-njota-hvitt-rautt-230x300.png
LOGO Á_M SSV PNG.png
bottom of page